Gleymir þú þér oft - hugleiðing dagsins
Hugsaðu um orðið höfnun og hvernig þú hafnar þér á hverjum degi með því að vilja ekki vera eins og þú ert, þar sem þú ert, núna.
Hlustaðu eftir því hvernig þú talar um þig á hverjum degi, bæði við aðra og innra með þér. Veltu því fyrir þér hvort þú myndir tala svona til vinar eða kunningja.
Taktu eftir því hversu oft þú gleymir þér – því alltaf þegar þú áttar þig á því að þú ert fjarverandi, þá ertu mættur inn í vitund.
Nærðu þig með athyglina á hvað þú borðar og á hvaða forsendum.
Ertu að næra hugann, líkamann eða tilfinningarnar?
Viltu þig núna?