Glíman við munnþurrkinn
Munnþurrkur gerir mörgum lífið leitt. Hann einkennist af sviða í munni og erfiðleikum við tal, tyggingu og getur valdið erfiðleikum við að kyngja.
Hólmfríður Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri tannverndar hjá Landlæknisembættinu segir í grein á heimasíðu embættisins að eðlileg munnvatnsframleiðsla hafi mikið að segja fyrir líðan fólks og viðhaldi góðu heilbrigði munnsins. Vandamál tengd munnþurrki aukast þegar aldurinn færist yfir en munnþurrkur er oft talinn einn af fylgifiskum öldrunar.
Áhrifaríkt að bursta vel
Hólmfríður segir að góð munnhirða sé afar mikilvæg þegar fólk glími við munnþurrk.Tannburstun sé einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að fjarlægja sýkla og matarleifar af tönnum og mikilvægt sé að hreinsa á milli tannanna einu sinni á dag með tannþræði. Til að örva munnvatnsframleiðslu mælir Hólmfríður með því að fólk tyggi sykurlaust tyggjó eða noti munnvatnsörvandi töflur sem fást í apótekum.
Til að klára þessa grein, smelltu þá HÉR.
Grein af vef lifdununa.is