Glimmer Áramóta förðun frá Nenítu
Neníta gefur okkur góð ráð varðandi áramótaförðunina.
Ég notaði airbrush sem gerir húðina meira flawless. Einnig notaði ég correction á roða á húðinni og bláma í kringum augun. Síðan púðraði ég yfir með lausu púðri sem heitir Seashell.
Augnskuggarnir sem ég notaði voru nokkrir, mér finnst skemmtilegast að byggja upp skygginguna.
Taupe og statue notaði ég í skygginguna og bland við Bone. Síðan setti ég smá primer í bæði Ice og Tinsel til að gera þá meira áberandi. Undir notaði ég bláa litinn sem heitir Flight.
Augnhárin voru bæði flare og stök til að fylla upp í hennar eigin sem voru mjög löng fyrir.
Síðan var ekkert annað eftir en að setja fullt af glimmeri yfir.
Á auglokin var ég bara með blöndu af glimmeri sem ég setti saman en undir lét ég ísbláan lit.
Ég notaði síðan svartan cake eyeliner og svartan augnskugga og í augabrúnirnar notaði ég Taupe augabrúnablýant.
Kinnarnar voru blanda af kinnalitnum Glow og augnskugganum Chasmere. Highlight var Honeysuckle.
Varirnar vildi ég hafa frekar látlausar og notaði ég Mauve blýant, Charm varalit og Pink freeze gloss yfir allt saman.
MUD er fyrsti alþjólegi förðunarskólinn á Íslandi og mun nýtt skólaár hefjast 16 janúar 2017
Innritun er hafin á iceland@mudeurope.com og í síma 533-2223
Áramótakveðja,
Neníta
Fylgdu þeim á snapchat