Glimmrandi góður bakaður blómkálshaus með grænu salati
Hefur þú bakað blómkál? Heilan blómkálshaus?
Sjáið bara hvað þetta er girnilegt
Hefur þú bakað blómkál? Heilan blómkálshaus?
Þessi uppskrift er dásamleg, ég hef prufaði hana sjálf og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta hráefni þarftu:
Stóran blómkálshaus
1 msk af ólífuolíu
1og ½ bolli af grískum jógúrt – ég notaði kotasælu
1 lime, kreista safann og kjötið innan úr
2 msk af chilly dufti
1 msk af cumin – ég sleppti því
1 msk af hvítlauksdufti
1 tsk af karrý
2 tsk af góðu salti
1 tsk af svörtum pipar
Leiðbeiningar:
- Hitaðu ofninn í 180 – 200°
- Hreinsaðu blómkálshausinn vel, taktu allt grænt af honum og skerðu stofninn í miðjunni vel niður
- Taktu stóra skál og blandaðu öllum hráefnunum saman.
- Skelltu nú blómkálshausnum í blönduna í skálinni, settu hann ofan í, á haus og notaðu bara hendurnar til að maka á hann allri blöndunni.
- Settu nú blómkálshausinn í eldfast mót og settu í heitan ofninn í 30 til 40 mínútur.
Marineringin bakast fallega utan um blómkálshausinn.
Taktu hann út þegar hann er tilbúinn og leyfðu að standa í 10 mínútur til að kólna aðeins áður en það er skorið í hann.
Berðu fram með grænu salati og kreistu yfir lime og helltu einnig dassi af olíu yfir.
Þetta er dásamlega gott.
Njótið~