Fara í efni

Globeathon er haldið á heimsvísu í fjórða sinn þann 11.september n.k

Taktu þátt í Globeathon.
Globeathon er haldið á heimsvísu í fjórða sinn þann 11.september n.k

Kæri hlaupari,
  
Globeathon er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í fjórða sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu. Styrktarfélagið Líf (www.gefdulif.is) og Krabbameinsfélag Íslands (www.krabb.is) standa saman að þessum viðburði. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. 
  
Í ár mun ágóðinn renna til göngudeildar krabbameinssjúklinga, deild 11B á Landspítalanum en ætlunin að gera þá deild fallegri og heimilislegri fyrir þá sjúklinga sem þangað koma í lyfjameðferð. 
  
Staður og tímasetning:

Globeathon Ísland fer fram sunnudaginn 11. september, kl 11. Upphaf hlaupsins verður við Nauthól og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 10:45 við rásmarkið. 
  
Vegalengdir:
Boðið er upp á 5 km hlaup, 5 km göngu og 10 km hlaup með tímatöku með flögu. Skráning fer fram á 
hlaup.is. 
  
Skráning og verð:
Hægt er að skrá sig hér á 
hlaup.is til kl. 22 laugardaginn 10. september. 
  
Forsöluverð fyrir þá sem skrá sig fyrir kl 24 á föstudaginn 9. september eða mæta í Kringluna (fyrir utan Herragarð á 2. hæð)  milli kl 13 og 16 á laugardeginum 10. september.

  • 500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2002 og síðar)
  • 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)

Á hlaupdag 11. september verður hægt að skrá sig á staðnum milli 9.30 til 10.45, fyrir utan Nauthól.

  • 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2002 og síðar)
  • 3.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)

Afhending gagna og nýskráning fer fram á laugadeginum fyrir framan Herragarðinn í Kringlunni milli kl 13.00 - 16.00 og svo  á sjálfan hlaupadaginn sunnudaginn 11. september kl. 9:30 - 10:45 fyrir utan Nauthól. 
  
Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 og 10 km hlaupi auk glæsilegra hátt í  50 útdráttarverðlauna. 
  
Listi yfir útdráttarvinningana verður birtur á næstunni, einnig hægt að fylgjast með á Facebook síðu Globeathon Ísland. 
  
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á facebook-og vefsíðunum;

og hjá formanni Líf styrktarfélags, Sigrúnu Arnardóttur á netfangið sigrunarnar@simnet.is eða Sigurlaugu Gissurardóttur hjá Krabbameinsfélaginu á netfangið sigurlaug@krabb.is eða í síma 540 1922.