Glútenlaust hvítlauksbrauð
Deig: / 1 1/4 bolli möndlumjöl / 1 msk kókoshveiti / 1/4 tsk salt / 3 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk hvítlauksduft / 3 eggjahvítur / 1 tsk kókospálmasykur / 1/4 bolli 38 gr heitt vatn / 1 tsk ger / 2 msk ólífuolía / 1/2 bolli mozarella ostur / (1/2 tsk xanthan eða guar gum (ég sleppi því)).
Topping: / 2 msk bráðið smjör / 1/4 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt / 1 bolli rifinn mozarella ostur / 1/2 tsk ítölsk kryddblanda.
- Hitið ofninn í ca. 200 gr.
- Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, salt, lyftiduft, hvítlauksduft og xanthan gum (ef þið viljið nota það - heldur deiginu betur saman) í skál og hrærið vel saman.
- Þeytið eggjahvíturnar þar til ljósar og léttar.
- Setjið sykurinn og vatnið í aðra litla skál og hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp og bætið þá gerinu út í. Passið að vatnið sé ekki of heitt né of kalt.
- Bætið ólífuolíunni út í hveitiblönduna og hellið síðan vatnsblöndunni með gerinu hægt og rólega út í og hnoðið vel saman með sleif.
- Bætið eggjahvítunum rólega út í.
- Setjið síðan 1/2 bolla af rifinum mozarella osti út í deigið.
- Setjið deigið í form (23cm) eða bara beint á bökunarpappír og formið til í ferning.
- Bakið í ofnin í ca. 15 mín eða þar til deigið er gullið.
- Á meðan búið þið til smjörið sem fer ofan á með því að bræða smjörið í potti og krydda með salti og hvítlauksdufti.
- Takið brauðið úr ofninum þegar það er tilbúið og penslið smjörinu yfir. Passið að smyrja alveg út á kantana.
- Skellið svo mozarellaostinum ofan á og kryddið með ítölsku kryddblöndunni.
- Setjið aftur inn í ofn í ca. 3 mín. eða þar til osturinn er bráðinn.
- Látið standa í smá stund áður en þið skerið niður.
Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo ég borði alveg allt brauð og allskonar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost. Sem betur fer átti ég allt sem þurfti til að búa þetta flotta brauð til. Þetta er ekki alveg týpískt loftkennt hvítlauksbrauð en það kom verulega á óvart og var borðað með bestu lyst. Lyktin var himnesk... smjör.. hvítlaukur... ostur.... mmmmmmmm......
Endilega kíktu inná www.ljomandi.is og skoðaðu allt það góða sem er þar. Mælum með því
Heimild: cutthewheat.com