Góð fótaheilsa er gulli betri
Að halda fótunum heilbrigðum skiptir miklu máli sama á hvaða aldri fólk er. Ef fólk vanrækir fætur sínar getur það valdið óþægindum eða sársauka.
Hér eru nokkur ráð til að halda góðri fótaheilsu:
Haldið fótunum hreinum og þurrum. Þvoið fæturna með sápu og skrúbbið þá vel þegar þið farið í bað. Þurrkið fæturna vel að baði loknu. Munið að þurrka á milli tánna. Það er ekkert sem fótsveppir elska jafn heitt og raki. Í raka þrífast þeir best.
Skoðið hvort þið þið séuð með einhver fótamein að minnsta kosti einu sinni í viku. Athugið sérstaklega hvort þið eruð komin með fótsveppi. Fótsveppir eru bráðsmitandi og byrja oft á milli tánna. Athugið líka neglurnar vel og hvort þær eru að breytast. Mislitar, þykkar, brotnar eða sprungnar neglur á tánum geta bent til að fólk sé komið með sveppi í neglurnar. Sumir bregða á það ráð að reyna að hylja vandamálið með því að lakka neglurnar, það skildi enginn gera það eykur bara á vandann.
Ef þið eruð á almenningisstöðum eins og í líkamsærkt eða sundi verið þá í baðskóm eða öðrum skóm sem hlífa fótunum. Fótsveppur smitast auðveldlega á slíkum stöðum.
Aldrei að fá lánaða skó af öðrum eða ganga í skóm sem þið eigið ekki. Það sama gildir um sokka. Talandi um sokka og skófatnað ef þið viljið halda fótunum heilbrigðum gangið þá hvorki í skóm eða sokkum úr gerviefnum. Fólk svitnar oft mikið í slíkum fótabúnaði og það eykur hættu á fótsveppum. Gangið í bómullarsokkum eða ullarsokkum og skóm úr góðu leðri. Best er að vera í opnum skóm svo það lofti vel um fæturna.
Það eru 250 þúsund svitakirtlar í hvorum fæti. Sveittir fætur eru gróðrarstía fyrir sveppi. Notið sokka sem halda fótunum þurrum. Kaupið skó sem . . . LESA MEIRA