Góð ráð til að viðhalda heilbrigðum hnjám
Hné eru flókin liðamót.
Í viðbót við að styðja við um 80% af þyngd okkar þegar við stöndum þá bera þau einnig ábyrgð á að beygja, rétta og snúa fótunum á okkur.
Hnén samanstanda af þremur aðal vöðvaflokkum, quadriceps, hamstrings og pes anserine. Ásamt fjölda liðbanda og sina. Hnén eru í eðli sínu óstapíl og næstum eins viðkvæm fyrir meiðslum eins og axlir.
Og þau eru mjög líkleg til þess að vera með „vesen“ þegar við eldumst. Þá geta þau stoppað okkur frá því að hlaupa, hjóla og við ýmsar æfingar í ræktinni.
Góðu fréttirnar eru samt þessar að við getum gert ráðstafanir fyrir hnén áður en það kemur að því að þau fara að bregðast okkur.
Fyrirbyggjandi en ekki endurhæfing.
Góðir punktar fyrir heilbrigð hné:
1. Að vera í heilbrigðri þyngd. Þeim mun meira sem þú þyngist þá er álagið á hnén alltaf meira og meira.
2. Passaðu vel upp á skóbúnað. Margir leita til sérfræðinga þegar verslaðir eru nýjir skór sem nota á til hlaupa eða æfinga og er það afar gott ráð.
3. Auktu á álag æfinga og úthald hægt og rólega. Vöðvar, liðbönd og sinar styrkjast við góðar æfingar en ekki við öfga æfingar. Lykilinn er að byrja rólega.
4. Alltaf að hita upp fyrir æfingar. Að hita upp fyrir æfingar, hlaup og göngur er það besta sem þú gerir fyrir hnén. Einnig ertu að undirbúa hjartað fyrir þær æfingar sem koma skulu.
5. Styrktu vöðvana sem styðja við hnén. Finndu góða æfingu sem styrkja hnén og passaðu að gera hana í hvert sinn sem þú ferð að æfa eða hlaupa.
Heimild: fitknitchick.com