9 góð ráð til aðstandenda - grein frá Hugarafli
Allir geta skyndilega verið í þeim erfiðu sporum að þekkja einhvern sem fær andleg veikindi. Það getur t.d. verið góður vinur, nágranni, vinnufélagi, foreldri, systkini eða barn.
Ráðgjafarnir í bókinni “BEDRE PSYKIATRI” hafa útbúið 9 GÓÐ RÁÐ, sem fjalla bæði um hvernig maður sem aðstandendi hugar að sjálfum sér og tryggir gott samband við hinn veika.
1. Hlustaðu.
Hlustaðu til að skilja – ekki til að breyta. Samtöl eru ekki alltaf til þess gerð að vera sammála, heldur þvert á móti til að fá skilning.
2. Spurðu spurninga.
Spurðu ekki aðeins hvers vegna. Það getur verið mjög erfitt og krefjandi að svara því hvað sé að og hvernig líðanin sé. Á þann hátt getur maður fengið meiri upplýsingar um veikindin. Spurðu einnig viðkomandi einstakling, hvernig þú getir best hjálpað.
3. Virtu takmörk.
Vertu blátt áfram og umfram allt heiðarlegur. Segðu aðeins hvað þú raunverulega meinar og hvað það sé, sem þú getir ekki hjálpað með. Hafðu skýrar línur um hvernig þú getir hjálpað og hvað þú getir ekki. Hafðu takmörk hjá þér sjálfum og gerðu þér einnig grein fyrir takmörkum hins veika. Gættu þess að upplifa ekki að gera lítið úr einkennum og veikindum. Enginn þekkir hugsanir og tilfinningar annarra. Taktu frekar eftir hvað það er sem þú sérð og heyrir.
4. Kynntu þér sjúkdóminn.
Vitneskja og innsýn í sambandi við veikindin er mikilvæg. Vitneskjan leysir ekki vandamálin en getur létt skilninginn. Gefðu þér tíma til að skrifa spurningar niður og taktu ekki fljótfærnislegar ákvarðanir. Aðstandendur vilja oftast gera allt sem í þeirra valdi stendur og fá aðra til að gera eitthvað. En eins og oft er í kring um geðraskanir, gengur það hægt fyrir sig.
5. Leyfðu sjálfum þér að hafa óskir og þarfir.
Mörgum aðstandendum finnst þeir ekki geta leyft sér, að gera sjálfum sér eitthvað gott, meðan veikur einstaklingur á erfitt. En á meðal hinna mörgu verkefna og þarfa, verður maður sjálfur sem aðstandandi að vera rólegur, því það er líka mikilvægt að geta lifað sínu eigin lífi. Útbúa tíma og stað sem þarf, til að hafa umfram orku, til að vera sá stuðningur sem hinn veiki einstaklingur þarf á að halda.
Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda.
Grein af vef hugarafl.is