Kúrbítspasta með humar sósu.
Kvöldmaturinn.
Alsælan er hér við völd :)
"Humar pasta/Kúrbítsnúðlur"
með rjómasósu og allskonar nammi :)
Parmesan og nýmuldnum svörtum pipar fra Pottagöldrum.
Sósan.
Skera niður smátt :
2 rauðar paprikur
1/2 Rauðlauk
1/4 sellery stöngul
sveppi eftir smekk
1/4 Kúrbít
Steikja á pönnu og krydda með salt og pipar.
Síðan er að bæta út í 1 msk. grænmetiskraft
4 dl. vatn
1/2 öskju létt sveppa ostur
1/2 öskju létt papriku ostur
1 dl. kaffirjómi (alveg í lokinn)
Hræra öllu vel saman.
Gott er að vera búin að steikja Humarinn meðan sósan mallar.
Humarinn steiktur upp úr örlitlu smjöri og kryddaður með Creola kryddi frá Pottagöldrum, chilli salti og pipar...má vera örlítið af cayenepipar ef maður vill smá meira bragð :)
Þegar að sósan er tilbúin er að bæta Humrinum saman við.
Með þessu var ég með spelt pasta fyrir fjölskylduna.
En ég er miklu hrifnari af Kúrbítspasta.
Svo ekkert mál bara bæði hér á borðum :)
Þá er að rífa parmesan yfir og niðurskornu avacado ( þarf ekki)
Pipar eftir smekk.
Alveg himneskt <3