Good stöff brauðið
Ótrúlega einfalt, hollt og gróft heimabakað brauð sem klárast yfirleitt mjög fljótt á mínu heimili – hef aldrei náð að setja í frystinn til að geyma.

Ótrúlega einfalt, hollt og gróft heimabakað brauð sem klárast yfirleitt mjög fljótt á mínu heimili – hef aldrei náð að setja í frystinn til að geyma.
Innihald:
2 ½ dl gróft spelt
2 dl tröllahafrar (eða haframjöl)
2 dl hveitikím
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl
½ tsk sjávarsalt
2 ½ msk hunang
2 ½ dl vatn
1 msk sítrónusafi
Aðferð:
- Þurrefnunum blandað saman
- Hunangi, vatni og sítrónusafa bætt við
- Sett í smurt eldfast mót
- Bakað við 180°C í 40-45 mín
Njótið!