Steikt grænmeti og hellingur af því.
Hádegið.
Þrusu flottur tími í Heilsuborginni í morgun.
Vorum tvær sem vorum með hörkuþjálfara og það var ekki nein lognmola ..... og lóðin vel þung.
Enda ekki neinir smá kraftar hér á ferð !
Allt þetta kallar á hollustu.
Ég átti helling af grænmeti inn í ísskáp.
Sumt var farið að vera pirrað yfir því að vera ekki notað.
Annað bara beið.
Svo ég skar niður helling ... já heilan helling af grænmeti.
Kínakál
Blómkál
Rauða og gula papriku
Yddaði kúrbít
Gulrætur
Sellerý
Rauðlauk
Hvítlauk
Engifer
Chillí
Kyddaði með Töfrakryddinu frá Pottagöldum .... salti og pipar.
Allt sett á wok pönnu í nokkra dropa af olíu.
Létt steikja síðan í nokkrar mínútur.
Þetta verður þvílíkt djúsí.
Með þessu fékk ég mér eina nýbakaða Low carb bollu úr Nettó ... við erum að tala um volga úr ofninum.
Smurði með avókadó og bætti svo kotasælu, eggi, tómat og rifsberjum við.
Ég á sem sagt núna til glommu og helling af steiktu grænmeti.
Nota þetta í kvöld með þorskhnökkum auk þess að eiga nesti fyrir morgundaginn.
Og á samt afgang .... júbb það er ekki skemmtilegt að standa og tjoppa þetta niður allt saman.
En músik í botn ... og bara dilla dilla.
Og skella svo í dalla og njóta næstu daga.
Þetta klárlega heldur hollustunni við og sparar tíma fyrir grænmetis vesen ... næstu daga.
Næs !
Njóttu hollustunar ... því hún kemur þér langt :)