Grænmetisfæði, miðjarðarhafs-, lágkolvetna- eða steinaldarmataræði – hvert er besta mataræðið fyrir manninn?
Á námskeiðinu er annars vegar fjallað um grænmetisfæði og vegan fæði og hins vegar um mataræði sem inniheldur dýraafurðir.
Mismunandi mataræði verður kannað með heilsu mannsins að leiðarljósi, bæði út frá lýðheilsu- og klínískum sjónarmiðum.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist innsýn inn í hver sé rótin að hverri tegund mataræðis, hvaða áhrif þær geti haft og hvernig þær hafa áhrif á lýðheilsuráðleggingar um mataræði og næringu annars vegar og klínískar ráðleggingar hins vegar.
Eftirfarandi spurningum verður varpað fram: Hvert er besta mataræðið fyrir manninn? Hvert er besta mataræðið fyrir einstaklinginn?
Áhersla verður lögð á tengsl mataræðis og heilsu með tilliti til þess að engir tveir eru eins. Tekin verða dæmi um mismunandi mataræði og heilsufarslegan ávinning eða áhættu af hverju fyrir sig fyrir vissa hópa og leitast við að útskýra hvað liggi að baki.
Sérstaklega verður staldrað við eftirfarandi efni:
• Dýraafurðaneyslu og krabbamein
• Sýru-basa jafnvægi og myndun bólguþátta (inflammation)
• Hormón og sýklalyf í dýraafurðum
• Sjálfbærni og siðfræði
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Sögu næringar og mismunandi tegunda mataræðis.
• Kosti og galla grænmetisfæðis annars vegar og fæðis sem inniheldur dýraafurðir hins vegar.
• Muninn á lýðheilsuráðleggingum um mataræði og næringu og klínískum ráðleggingum.
• Gildi næringar fyrir hópa og gildi næringar fyrir einstaklinginn.
Ávinningur þinn:
• Aukinn skilningur á mismunandi tegundum mataræðis og sögu þeirra.
• Aukin þekking á hugsanlegum áhrifum mismunandi mataræðis fyrir einstaklinga og hópa.
• Aukin þekking á forsendum lýðheilsuráðlegginga um mataræði og næringu annars vegar og hins vegar klínískra ráðlegginga.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á viðfangsefninu.
Hvenær: Fim. 7. apríl kl. 16:30 - 19:30
Kennari: Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur M.Sc
Verð snemmskráning: 11.900 kr.
Almennt verð: 13.100 kr.
Snemmskráning til og með 28. mars
Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444