Fara í efni

Grænn með kiwi, gúrku og brokkólí – sjúklega hollur

Það er engin ástæða að fá óbragð í munnin yfir þessum græna þó hann sé með kiwi, gúrku og brokkólí. Það er nefnilega einnig í drykknum banani og blandast þetta allt mjög vel saman og bragðlaukarnir brosa hringinn.
Grænn með kiwi, gúrku og brokkólí – sjúklega hollur

Það er engin ástæða að fá óbragð í munnin yfir þessum græna þó hann sé með kiwi, gúrku og brokkólí.

Það er nefnilega einnig í drykknum banani og blandast þetta allt mjög vel saman og bragðlaukarnir brosa hringinn.

Mælt er með að nota frosið brokkólí því það er ekki eins bragðmikið og ferskt, en samt næringarríkt.

Gúrkan er góð því hún er afar trefjarík.

Uppskrift er fyrir einn drykk.

 

 

Hráefni:

1 meðal stór frosinn banana, án hýðis og skorin í bita

1 bolli af frosnu brokkólí, skorið niður

2 kiwi, án hýðis

1 litlar gúrkur eða ½ stór

Vatn eins og þarf

Leiðbeiningar:

Byrjaðu á að setja vatn í blandarann, síðan mjúka grænmetið og ávextina og svo brokkólí.

Blandið saman á háum hraða í 30 sekúndur eða þar til drykkur er mjúkur.

Hellið í stórt glas og njótið vel!