Sjúklega góður camembert grill fiskur.
Kvöldmaturinn.
Þetta gerist ekki mikið betra allt saman.
Veðrið, maturinn og garðurinn :)
Að koma heim til Íslands og fá sumarið með sér er nú bara lotterý.
Í morgun sá ég í fréttablaðinu augl. um Þorskhnakka á tilboði hjá Fiskikóngurinn .
Skellti mér eftir gymið í svitagallanum og verslaði mér stórt stykki af þessari dásemd.
Verð nú að fá að hrósa þjónustunni og fiskinum hjá þeim.
Meira en til fyrirmyndar þessi fiskbúð.
Og gott og gaman að fá svona persónulega þjónustu og ráð.
Fiskurinn var eldaður í pínu sparibúning :)
Ég bjó til kryddlög úr pressuðum hvítlauk, Tamarasósu, olíu og sítrónusafa.
Kryddaði fiskinn með chillisalti, pipar og smá cayenne pipar.
Skellti svo leginum á og sítrónu bíta yfir.
Skar svo í fiskinn og lét Camembert smurost í sárin.
Lét standa á í klukkutíma.
Síðan grillað í smá stund.
Því ég vil ekki mikið eldaðan fisk.
Betra en nokkur stórsteik
Meðlætið.
Grillaðar sætkartöflur
Grillaður rauðlaukur
Grilluð paprika
Grillaður tómatur
Síðan gerði ég kartöflur sem ég fékk frá Fiskikonginum nýuppteknar flottar og smáar.
Skellti þeim í ofnfast mót.
Skvetti olíu og grófu salti yfir.
Bakaði á háum hita til að fá stökkar kartöflur.
Síðan lét ég íslenskt smjör leka yfir.
Eftir eldun.
Ég gerði þetta nú fyrir hina í fjölskyldunni .... en laumaðist í þessa dásemd :)
Dásamlegur matur.