Fara í efni

Guðni skrifar um höfnunina í hugleiðingu dagsins

Hugleiðing á mánudegi.
Mánudagshugleiðing~
Mánudagshugleiðing~

Þakklæti er líka að skilja með hjartanu og öllum frumum líkamans að höfnun er einfaldlega viðnám gagnvart augnablikinu.

Flestir upplifa höfnun persónulega – þeir upplifa hana þannig að aðrir hafni þeim.

En það er bara ekki hægt.

Höfnunin liggur aðeins hjá okkur – hvergi annars staðar en í okkar eigin viðbrögðum og viðhorfum til eigin sjálfsmyndar.

Höfnunin getur ekki verið persónuleg; annað fólk getur ekki hafnað þér því að höfnunin getur ekki komið frá öðrum en þér, því upplifunin er öll þín.