Guðni skrifar um jákvæða umgjörð í hugleiðingu dagsins
Að leyfa framgöngu
Skortdýrið er alltaf á tánum og til í tuskið, en það starfar best þegar við erum ekki með áætlun; þegar við höfum ekki stuðning af einlægum vilja og skýrum tilgangi, því þegar við gleymum okkur er hættan sú að við föllum í sama, gamla farið.
Það er alltaf einhver áætlun í gangi. Ef við höfum ekki áætlun þá nýtir skortdýrið sér það.
Við viljum temja okkur sjálf, eða öllu heldur temja okkur ný vinnubrögð, ný viðhorf, nýjan lífsstíl sem byggir á velsæld og valdi yfir eigin lífi og viðbrögðum. Við viljum temja okkur í fullum kær leika og heimild; ekki í ógn og refsingu heldur aga sem lýsir skæru ljósi og stað festir ást á eigin tilveru.
Skortdýrið er mjög takmarkað og það kann alls ekki að njóta lífsins, að finna til hamingju í augnablikinu. Þess vegna er hugmynd skortdýrsins alltaf sú að skipulagning útiloki möguleikann til að njóta lífsins.
Ástæðan fyrir þessu er einföld: Öll jákvæð umgjörð þrengir að skortdýrinu – það vill fá að leika lausum hala og telja þér trú um að óskipulagt líf sé frjálst líf.
Einu skiptin sem skortdýrið samþykkir umgjörð er þegar hún sníður lífi þínu svo þröngan stakk að þér liggur við köfnun; þegar umgjörðin snýst um ofurskipulag og stjórnsemi.