Guðni skrifar um öndun í hugleiðingu dagsins
Öndun í gegnum nefgöngin hægir hjartsláttinn og lækkar blóðþrýstinginn. Slík öndun minnkar einnig breidd alfa og beta sveiflna í heilanum. Þar af leiðandi eykur öndun í gegnum nefgöngin almennt ró í líkam- anum.
Umfang öndunar er umfang lífsins. Með önduninni færum við líkamanum súrefni og lífafl (orkuflæði) sem blæs nýju lífi í allar frumur líkamans.
Lífafl flyst inn í líkamann með súrefninu. Jafnvægi í lífinu fæst með því að framkvæma öndunina í vitund. Lífaflið stjórnar öllum gjörðum líkamans, ómeðvituðum eða í vitund. Að hafa stjórn á eigin lífafli þýðir einfaldlega betri stjórn á allri starfsemi líkamans, s.s. öndun, blóðrásarkerfi, meltingarfærum, kirtlastarfsemi og taugastarfsemi. Lífaflið styrkir ónæmiskerfið og er því forsenda heilbrigðis og mótspyrnu líkamans gegn sjúkdómum.
Að lifa í trausti og viðhorfi velsældar og notast við hæga, djúpa og markvissa öndun styður við vitund okkar og þar með athygli, einbeitingu og öfluga heilastarfsemi.