Guðni skrifar um salt í hugleiðingu dagsins
UM SALT
Mikilvægi salts felst ekki síst í því að það eykur rafleiðni líkamans og er almennt bráðnauðsynlegt fyrir alla líkamsstarfsemi.
Undanfarið hefur salt almennt verið talað niður, en borðsalt er ekki það sama og salt.
Þegar saltið hefur fengið sömu meðferð og hvítt hveiti og hvítur sykur þá hefur það verið tekið úr samhengi við náttúruna og öll helstu næringarefnin fjarlægð.
Venjulegt borðsalt er þannig 97,5% natríumklóríð en aðeins 2,5% stein- og næringarefni. Borðsaltið hefur auk þess verið þurrkað við gríðarlega mikinn hita sem breytir efnafræðilegri uppbyggingu þess verulega og hefur í för með sér önnur áhrif en salt sem hefur verið unnið með heilnæmum hætti. Heilnæmt salt, t.d. Himalaya-salt, getur innihaldið allt að 82 ólík steinefni.