Guðni talar um kubbakastala í hugleiðingu dagsins
Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör
Manstu þegar þú lékst þér með kubba sem lítið barn? Þegar þú hafðir setið tímunum saman og byggt þér eitthvað fallegt, kastala eða skip eða höll; setið einbeittur og viss um hvað þú værir að gera? Og manstu þegar þú áttaðir þig á því að höllin var ótrygg og byggð á lélegum grunni eða vitlaust sett saman eða bara ljót og þú þurftir að brjóta allt og byrja upp á nýtt?
Þú bara gerðir það.
Það er ekki sársaukalaustað byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn „þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á misskilningi, höfnun og forsendum vansældar.
Samt finnum við fyrir óttablandinni virðingu þegar við heyrum sögur af fólki sem söðlar um, t.d. af einstaklingi sem hefur átt velgengni að fagna í viðskiptalífinu en skiptir alveg um gír og fer á fullorðinsaldri að læra garðyrkju eða heilun eða opna heilsubar.
Þegar við heyrum svona sögur fyllumst við gleði – því að við vitum að þetta er rétt í einhverjum skilningi – en hugsanlega fyllumst við á sama tíma öfund og gremju í eigin garð – því að okkur langar sjálf að gera þetta en trúum því ekki að við getum það. Við verðum hrædd við að geta aldrei losað okkur út úr mynstrinu – hrædd við að geta aldrei brotið kubbahöllina og byrjað upp á nýtt á nýjum, sannari og traustari grunni.
Það sama gildir um að vakna til vitundar í eigin lífi, bera á því ábyrgð og velja þinn eigintilgang; að skilgreina hvað þú vilt byggja úr kubbunum þínum. Það er bara þúsund sinnum þúsundsinnum flóknara og reynist okkur mörgum afar erfitt, meðal annars vegna þess að við erum búinað gleyma því að möguleikarnir með kubbana eru óendanlegir og að við eigum frelsi og eigin vilja til að ákveða hvernig við notum þá.
Samt er þetta draumur sem allir hafa upplifað.