Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari hefur lokið 20. Thames Ring-hlaupinu
Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari hefur lokið 20. Grand Union Canal (GUCR) hlaupinu en hlaupið er frá „Gas Street Basin“ í Birmingham sem leið liggur til „Little Venice“ í Lundúnum. Hlaupið er það lengsta á Englandi sem hlaupið er árlega en alls eru þetta 145 mílur sem hlaupararnir hafa 44 klst til að ljúka. Einnig eru sett tímamörk á miðbik vegalengdarinnar en hlaupararnir hafa 19 klst. til að ljúka fyrstu 70,5 mílunum.
110 hlauparar lögðu af stað en fyrstur í mark kom Pat Robbins á 26:20 klst. og setti hann nýtt met en gamla metið átti Claude Hardel 27:35 klst. síðan árið 2003. Annar í mark varð Jon Kinder á tímanum 27:48 klst. og þriðji varð Stuart Gillet 29:35 klst. Gunnlaugur Júlíusson, okkar maður, varð 26. i mark á 35:43 klst. en aðeins 44 hlauparar náðu að klára hlaupið að þessu sinni.
Við hjá Heilsutorgi óskum Gunnlaugi til hamingju með afrekið sitt !