Hádegisfyrirlestur um núvitund, samkennd og vellíðan 19. maí n.k
Þriðjudaginn næstkomandi, þann 19. maí, mun Embætti landlæknis standa fyrir hádegisfyrirlestri um núvitund, samkennd og vellíðan í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku í húsakynnum Endurmenntunar HÍ og er yfirskrift hans:
"What role do mindfulness and compassion play in well-being?"
Fyrirlesarinn er ein þekktasta fræðakona á sviði núvitundar í skólastarfi, prófesor Felicia Huppert.
Felicia Huppert er forstjóri The Well-being Institute við Cambridgeháskóla. Felicia hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og mælinga á vellíðan og er hún m.a. í ráðgjafahópi David Cameron, forsætisráðherra Breta, um mælingar á vellíðan fyrir stefnumótun.
Sérsvið Feliciu er andleg vellíðan og faraldsfræði jákvæðrar geðheilsu. Hún hefur meðal annars rannsakað áhrif þess að kenna núvitund (e.mindfulness) í skólum á hugræn og lífeðlisfræðileg viðbrögð við streitu og rannsakað helstu áhrifaþætti vellíðanar og jákvæðrar geðheilsu.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
sviðsstjóri
Heimild: landlaeknir.is