"Hafdís mætt á EM"
Fullt nafn: Hafdís Sigurðardóttir
Aldur: 26
Starf: Frjálsíþróttakona
Maki: Guðjón Páll Sigurðarson
Börn: Ekki enn
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“?: Girðingarvinna
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum?: Hleðsla, smjörvi, ostur
Hvaða töfralausn trúir þú á?: Gleði og hlátur – ég mætti gera meira af því að taka lífið á gleðinni
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án?: Kærasta míns
Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Hrísgrjónagrautur með kanilsykri og súruslátri
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur?: Helst bara brúnan en reyni að nota sem minnst af sykri
Hvað æfir þú oft í viku ?: 9x á uppbyggingartímabilum en aðeins sjaldnar á keppnistímabilum
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: haha fæ mér Brynjuís
Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: Tækniæfingar geta verið mjög krefjandi annars eru langar hlaupaæfingar erfiðar eða æfingar sem eru mjög hraðir sprettir með stuttum hvíldum algjör „killer“ En allt mjög svo þess virði eftir á
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Uff reyni að forðast allar neikvæðar hugsanir, reyni að peppa mig upp og segja við sjálfa mig að ég geti þetta auðveldlega og þetta sé ekkert mál.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ?: Oft fer ég útí þá hugsun að vera komin í startblokkirnar eða á atrennubrautina – en það er nú ekki mjög róandi því þá fer hjartað á fullt maður lifir sig svo inní þetta og þá verður enn erfiðara að sofna.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Náttbuxur og bolur/peysa og þykkir sokkar
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Kjúklinga samloku eða kjúklinga hamborgara