Hafrasæla með ávöxtum
Upprunalega uppskrift að þessari sælu fann ég í bókinni Af bestu lyst 4.
Ég gerði nokkrar breytingar á henni og útkoman var hreint mögnuð.
Hvort sem þú átt von á gestum eða langar bara í eitthvað gott með morgunkaffinu á sunnudögum.... þá er þetta málið! Fljótlegra en að fara út í bakarí
Botn:
3 3/4 dl fínt haframjöl
1 1/2 dl hveiti eða fínt spelt
1 dl heilhveiti
3/4 dl hunang
1 dl bragðlítil olía
1 egg
1 tsk lyftiduft eða 2 tsk vínsteins
Fylling:
1 dl þurrkaðar Hagvers döðlur
1 dl trönuber
1 dl vatn
*1 gult epli
*Kanill
*Kókosmjöl
Aðferð:
1) Setjið allt sem á að fara í botninn í hrærivél og hrærið vel saman
2) Smyrjið hringlaga mót (+/- 25cm) með olíu og pressið 3/4 hluta af botninum í mótið
3) Afhýðið epli og skerið í þunnar sneiðar. Raðið á botninn og stráið kanil yfir.
4) Hitið vatn upp að suðu í potti. Slökkvið undir og bætið trönuberjum og döðlum út í. Látið standa í nokkrar mínútur. Hellið þá úr pottinum í matvinnsluvél og vinnið í hálfgerða sultu.
5) Hellið ávaxtagumsinu yfir eplin og myljið svo restina af fyllingunni yfir
6) Bakið við 170° C í 30 mínútur. Ég tók mótið út eftir 20 mínútur og stráði smá kókosmjöli yfir og bakaði með síðustu 10 mínúturnar.
7) Berið fram og njótið
Uppskrift: Birnumolar.com