Hakk og spagetti eða
Kvöldmaturinn.
Hakk og spaghettí slær alltaf í gegn. Um að gera að elda sósuna frá grunni.
Ég nota sjálf Kúrbítsnúðlur sem ég græja í þessu fína nýja tæki mínu frá "Veggeti" fékk á Ebay eða Amason.
Veit bara ekkert hvort svona græja fæst hérna á landi???
Líka hægt að rífa niður Kúrbít í núðlur á grófu rifjárni. En mér finnst þær verða klestari þannig.
Sósan er algjör bomba.
Þú færð alla fjölskyldumeðlimi til að borða.
Grænmetið í algjörum feluleik.
Kjötsósan:
Gott nautahakk
1 lítil dós tómatpaste
5 stk ómatar
3 stórar gulrætur
1 stk rauðlaukur
2 stk appelsínugular paprikur
Spínat eftir smekk ..... fór út í garð og náði mér í
5 hvítlauksrif
Afgangur af kúrbít (sem verður eftir þegar að maður er búin að "ydda")
Oregano og basilikur úr gluggakistunni .... bara eftir smekk.
1 tsk karry
2 stk grænmetis teningar
Cayenepipar eftir smekk.
Salt og pipar
Aðferð.
Steikja kjötið upp úr tómatpure, krydda með salt og pipar.
Fínt að steikja í góðum potti sem sjóða má sósuna í.
Sósan.
Skera allt grænmetið ofan í blandara.
Allt kryddið og teningarnir með.
Bæta við 4 dl. af vatni.
Svo er bara að leika sér með kryddið....ég vil hafa hana svolítið sterka.
Þegar þetta er allt saman komið í góða silkimjúka blöndu er að hella sósunni yfir kjötið.
Sjóða upp og láta malla í 30-40 mín.
Fínt að gera nóg af kjötsósu og frysta.
Þetta er líka súper gott sem Lasagne sósa.
Stútfullt af grænmeti og allir glaðir.
Líka hægt að sleppa kjötinu.
Og þá er þetta bara grænmetis sósa.