Hálfnað verk þá hafið er
Meistaramánuðurinn er langt kominn og mál að taka „stöðutékk“
Þetta á sannarlega við um meistaramánuðinn sem nú er meira en hálfnaður. Þegar hér er komið við sögu er nauðsynlegt að taka stöðuna og meta árangurinn. Einnig er gott fyrir þá sem ekki hafa byrjað enn þá að taka af skarið og setja sér markmið – það er nefnilega aldrei of seint að byrja.
Veltu fyrir þér:
Hafa skammtímamarkmiðin náðst ?
Hefur þú jafnvel farið fram úr væntingum þínum að einhverju leiti?
Hvert sem svarið er þarf nú að halda fókus og taka verkefnið alla leið. En hvað er „alla leið“? Jú, „alla leið“ er að nota árangurinn þinn, reynsluna og hvatninguna sem þetta verkefni gefur þér til að tileinka þér til framtíðar það sem markmiðin þín snérust um í upphafi meistaramánuðar. Einnig, að draga aðra með þér með því að hvetja þá og sýna að þetta sé hægt og ekki einu sinni flókið. Það er ótrúlega hvetjandi að vinna í öðrum og hvetja þá til dáða !