Fara í efni

Hárlos- Hvað er til ráða?

Það er nú sannað að karlmenn eru líklegri en konur að byrja að missa hárið. En sá kvilli hrjáir okkur konur líka. Hárið getur byrjað að þynnast og oftast má rekja þennan kvilla til vítamínsskorts og heilsubrests.
Fallegt hár
Fallegt hár

Það er nú sannað að karlmenn eru líklegri en konur að byrja að missa hárið. En þessi kvilli hrjáir okkur konur líka.

Hárið getur byrjað að þynnast og oftast má rekja þennan kvilla til vítamínsskorts og heilsubrests.

Í mörgum tilvikum er hægt að meðhöndla bæði konur og karlmenn sem eru með hárlos.

Hérna eru bæði algengar og ekki mjög svo algengar ástæður þessa að þú missir hárið.

Líkamlegt stress.

Flest öll líkamleg áföll svo sem slys, aðgerðir eða alvarleg veikindi, jafnvel flensan getur orsakað tímabundið hárlos. Hárið á okkur er með svo kallaðan lífshring. Vöxturinn, hvíldar tímabil og svo eðlilegt hárlos. Þegar þú gengur í gegnum eitthvað sem hefur afar stressandi áhrif á þig þá getur það sjokkerað hárið út í það að heilbrigt hár fer að detta af með þessu eðlilega daglega hárlosi. Hárlos verður oftast mest áberandi þremur til sex mánuðum eftir áfall.

Góðu fréttirnar eru þær að hár fer strax að vaxa aftur þ.e heilbrigða hárið sem þú misstir í hárlosinu.

Meðganga.

Það þekkja flestar konur að hárlos getur orðið mikið á meðgöngu. Í flestum tilvikum er það samt ekki fyrr en eftir að barnið er fætt sem að mikið hárlos getur gert vart við sig. Þetta er ósköp eðlilegt og hárið mun vaxa aftur.

Of mikið af A vítamíni.

Of mikil inntaka af A vítamíni getur orsakað hárlos. Passaðu upp á magnið sem þú ert að taka ef þú ert upp á annað borð að taka inn aukalega A vítamín.

Prótín skortur.

Ef að mataræðið hjá þér inniheldur ekki næginlegt prótín getur líkaminn farið að skammta sér prótínið sem fyrir er með því að hægja á hárvexti. Þetta getur komið í ljós tveimur til þremur mánuðum eftir að prótínið í líkamanum hefur minnkað mikið.

Gott ráð við þessu er að passa upp á mataræðið og vera dugleg að borða fisk, kjöt og egg.

Karlmenn og hárlos.

Tveir af hverjum þremur karlmönnum upplifa hárlos í kringum sextugs aldurinn og er það þá að mestuleyti í formi skallabletta eins og t.d kollvikin fara að hækka og hárið þynnist mikið ofan á höfðinu. Hárlos af þessu tagi er samblanda af genum og hormónum.

Hárlos sem er ættgengt.

Hárlos sem þynnir hár svo um munar hjá konum er oftast ættgengt. Ef þú kemur úr fjölskyldu þar sem konur hafa byrjað að missa  hárið á ákveðnum aldri eru miklar líkur á því að þú lendir í hinu sama. Ólíkt karlmönnum að þá er þetta hárlos kvenna ekki staðbundið, heldur þynnir allt hárið þannig að það verður áberandi.

Kvenhormónar.

Alveg eins og hormónar á meðgöngu geta orsakað hárlos þá getur hárlos einnig tengst getnaðarvarnar pillunni. Ef þú ert að breyta um tegund eða hættir skyndilega að taka hana verður hormónabreyting í líkamanum sem orsakað getur hárlos.

Blóðleysi.

Að meðaltali ein af hverjum tíu konum á aldrinum 20 til 49 ára þjáist af blóðleysi þar sem orsakavaldurinn er skortur á járni í líkamanum. Auðvelt er að komast hjá því að þetta gerist með því að passa upp á járnbúskapinn í líkamanum. Gruni þig að þú sért blóðlítil skaltu fara til læknis og óska eftir blóðprufu til að fá úr því skorið hvað er í gangi.

Skortur á B vítamíni.

Þetta er ekki algengt en getur komið fyrir. Ef að skortur er á B vítamíni í líkamanum þá má búast við hárlosi.

Mikið þyngdartap.

Skyndilegt þyngdartap sem getur hafa orsakast af líkamlegu áfalli eða álagi getur þynnt á þér hárið svo um munar. Þyngdartapið eitt og sér orsakar það að líkaminn fær "áfall" og fer að skorta öll þau efni sem þarf til að viðhalda halda heilbrigðu hári.

Hár sem er undir stöðugu álagi vegna litunar og annarra efna.

Of mikið af aukaefnum sem þú lætur í hárið þitt er alls ekki gott. Miklar litanir, permanet eða heitur blástur daglega getur orsakað það að hárið fara að hrynja af þér. Þetta álag á hárið hefur áhrif á rót hársins og getur orsakað það að þau hár sem fara í hárlosinu vaxa ekki aftur.

Enn frekari upplýsingar um hárlos og hvers vegna við lendum í því má finna HÉR