Fara í efni

Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic-dagurinn 2019

Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic-dagurinn 2019

Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir!


Paralympics eru stærsta afreksíþróttamót fatlaðra og fara fram fjórða hvert ár, skömmu á eftir Ólympíuleikunum sjálfum en borgir sem halda Ólympíuleika bjóða líka í Paralympics þar sem þessi tvö risavöxnu íþróttamót liggja saman og innihalda fremsta íþróttafólk heims.

Aðildarfélög ÍF, nefndir sambandsins og einstaklingar kynna starf sitt við daginn og þar kennir ýmissa grasa, sem dæmi ná nefna að kynning verður á handahjólreiðum, boccia, knattspyrnu fyrir fatlaða, fimleikum, frjálsum íþróttum, bogfimi og svona mætti lengi telja.

Dagurinn er opinn öllum og verða veitingar í boði á meðan birgðir endast. Gestir og gangandi geta svo skorað á „Íþrótta-Haukinn“ í hinum ýmsu íþróttagreinum fatlaðra.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 19. október næstkomandi.

Myndband/ Paralympic-dagurinn 2018: https://www.youtube.com/watch?v=dzcHYcWx6-M&t=83s