Heiða Ólafs syngur og stjórnar tveimur útvarpsþáttum, hún gaf sér tíma í smá viðtal
Hún heitir Aðalheiður Ólafsdóttir fullu nafni, var skírð í höfuðið á ömmu Heiðu og hefur alltaf verið kölluð Heiða.
“Ég er útvarpskona á Rás 2, er núna með 2 þætti, einn á laugardagsmorgnum sem heitir, á fætur, kl.7 og er fyrir alvöru morgunhana og svo Tónar og Tal á sunnudögum kl. 18:15”.
“Elska útvarpsstarfið en jafnframt því vinn ég við að syngja við hin ýmsu tækifæri og kenni líka söng á veturna. Svo er ég lærð leikkona og hef verið að leika í söngleikjum, lærði leiklist í dásamlegu New York og útskrifaðist þaðan úr Cirlce In The Square Theater School árið 2009 en skólinn er æðislega góður og virtur í bransanum úti.“
„Sumarið leggst afar vel í mig, núna er ég á fullu að æfa með frábæru tónlistarfólki fyrir stórtónleikana Bat Out Of Hell sem verða 17. maí í Eldborgarsal Hörpu, en þar syng ég til dæmis lagið magnaða Total Eclipse Of The Heart. Nú og svo byrja ég að fljúga aftur hjá Icelandair núna 1. maí en það hlýtur bara að vera skemmtilegasta sumarvinna í heimi. Æðislegt að vinna hjá þessu frábæra fyrirtæki og flakka um og hitta alltaf nýtt fólk í vinnunni og láta farþegum líða vel. Love it. Þannig að já, ég myndi segja að ég væri mikið spennt fyrir sumrinu sem er komið í hjartað, og úti, eins og er.“
Hvernig hagar þú þínum morgnum ?
Ég er lengi í gang, en er svo heppin að þurfa ekki alltaf að vera mætt einhversstaðar snemma á morgnana þar sem starfið mitt er svo fjölbreytt. Þannig að ég vakna yfirleitt í rólegheitum, fæ mér kaffi, sturtu, opna tölvuna og skoða hvað er að frétta. Og fæ mér svo banana kannski eftir c.a. klukkutíma. Nú og svo er þetta allt miklu hraðar ef ég er að fara að mæta til dæmis í flug, þá þarf að vakna með góðum fyrirvara, c.a. kl.4, taka góða sturtu og vera uppstrílaður, málaður og greiddur. En sem betur fer eru dagarnir fjölbreyttir.
Syngur þú í baði?
Já.
Ef þú þyrftir að velja eitthvað fernt sem þú mættir bara borða til æviloka, hvað myndiru velja?
Mjög erfið spurning þar sem ég elska allskonar mat og finnst gaman að prófa nýtt. En eigum við að segja ost, saltfisk, hamborgarhrygg og súkkulaði.
Ertu dugleg í hollustunni?
Já og nei. Er alltaf meðvituð um hvað ég er að borða, svo tek ég mikil dugnaðarköst inná milli en best er að vera ekki með þetta á heilanum því þá einhvern veginn langar mann minna í eitthvað óhollt, þegar það er ekki "bannað" þá pælir maður minna í því.
Hvað gerir þú til að halda þér í formi?
Passa mataræðið og svo er nýjasti vinur minn Run Keeper.
Hvaða ráðleggingu myndir þú gefa manneskju sem er að berjast við þunglyndi?
Fara út undir bert loft og hlusta á pepp up tónlist. Og alltaf muna að taka bara einn dag í einu. Dagurinn í dag verður góður dagur.
Rétt hent eða örvhent?
Rétthent.
Ertu með einhvern kjæk eða leiðinlegan ávana?
Alveg örugglega fullt. Á það til að vera pínulítil Monica.
Besta lag allar tíma ?
Erfitt að gera uppá milli. En Unchained Melody er ein af snilldunum en bara eitt af fjölmörgum æðislegum.
Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvert væri þitt ráð?
Komdu alltaf fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Bros getur dimmu í dagsljós breytt, hrósaðu ef þér finnst eitthvað vel gert og horfðu alltaf á björtu hliðarnar. Það bara gerir allt svo miklu betra. Nú og svo er mjög gott að hafa smá dass af "þetta reddast" svo maður fái ekki magasár yfir allskonar hlutum sem maður getur ekki breytt. Og aftur, einn dag í einu, alltaf.