Heilbrigt kynlíf er stór partur af heilbrigðu lífi
Það má ekki gleyma að tala um kynlíf þegar verið er að ræða heilsuna og heilbrigt líf.
Hér á eftir segja 7 konur frá því hvað þær gerðu í samvinnu við sinn heittelskaða til að krydda upp á kynlífið og gera það skemmtilegra og enn meira spennandi.
1. Plana vikulegt kvöld sem fer í leiki.
Við erum ekki að tala um að spila Trivial eða Scrabble segir Sarah. En hún og kærastinn hafa vikulegt "póker kvöld" Þau spila ekki póker á þessum kvöldum, ekki einu sinni fatapóker. Þetta er þeirra leyniorð yfir það að kynlíf verði stundað á þessu kvöldi í hverri viku. Að plana sérstakt kvöld þar sem kynlíf er á dagskránni kryddar tilveruna og vekur tilhlökkun sem hægt er að hugsa um yfir daginn vitandi það að makinn þinn er einnig að hugsa um það sama og þú.
2. Nota búninga með kynlífinu.
Angela er 33.ára og á fullan skáp af gömlum halloween búningum sem alltaf er gaman að taka fram reglulega og nota með í rúminu. Sem dæmi þá nefnir hún sjóliðabúning sem henni finnst gaman að fara í og skipaði sínum maka fyrir verkum í rúminu. Einnig er hægt að fara í treyju sem tilheyrir uppáhalds fótboltaliði makans og þykjast vera rosalegur aðdáandi hans liðs og tæla hann þannig.
3. Gera breytingar frá hinni hefðbundnu rútínu í rúminu.
Nelly var búin að vera í sambandi í 4.mánuði og fannst kynlífið vera orðið eins og vani. Sama rútínan kvöld eftir kvöld og hún vildi breyta til. Kærastinn hennar var opinn fyrir því og kom henni á óvart eitt kvöldið með S&M ívafi til að krydda upp á hlutina enn meira. Eins og hún orðar það sjálf, "þetta byrjaði í mikilli ástríðu og hita og svo hægðum við aðeins á, við vorum ekki að taka S&M til hins ýtrasta en það gerði þetta samt afar spennandi og ég leyfði honum að binda mig við rúmið"
4. Vera svolítið spontant.
Annie segir frá því að hún og hennar maður hafi gaman af því að vera svolítið brjáluð eða kannski frekar spontant. Í eitt skipti þá tekur hún flösku af kampavíni með í rúmið, opnar hana og hellir því hægt og rólega yfir hann allan og passaði upp á að ekkert færi til spillis.
5. Kaupa nýtt leikfang.
Jess kom sínum kærasta á óvart með því að kaupa nýtt leikfang til að hafa með í þeirra kynlífi.
6. Prufa kynlíf í bílnum.
Ellen og hennar kærasti stoppa stundum eftir að hafa verið úti að borða eða skemmta sér og leggja bílnum á góðum stað þar sem er næði og stunda kynlíf áður en þau fara heim. "þetta skapar svo mikla spennu á milli okkar" segir hún.
7. Takið svefnherbergið af dagsskrá um tíma.
Samkvæmt henni Dinu sem er 31.árs að þá kom leiði í samband hennar og kærastans. Gamla rútínan í svefnherberginu var orðin afar þreytt. Þá datt þeim það snilldar ráð í hug að banna svefnherbergið sem stað fyrir kynlíf. Þau fundu upp á hinum ýmsu stöðum innan heimilisins þar sem þau áttu saman alveg magnað kynlíf og eru hamingjusamari fyrir vikið.
Fleiri góð ráð um að breyta til og krydda upp á heimilislífið má lesa HÉR.