Fara í efni

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins

5. júní kl 19:00
Heilsuhlaup
Heilsuhlaup

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður 5. júní

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og þriðja sinn fimmtudaginn 5. júní n.k. og hefst kl. 19:00 við hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík.

Skráning er hafin á www.hlaup.is

Hægt er að velja um 3 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 kílómetra hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. 

 

Helga Camilla stöðvarstjóri hjá World Class mun sjá um að hita hlauparana upp kl. 18:40. Súpa fyrir alla að hlaupi loknu í boði Happ. Eðal Toppur og Latabæjar Brazzi í boði Vífilfells. Aliir hlauparar fá íþróttadrykkinn Hleðslu í boði Mjólkursamsölunnar.

Forskráning er á hlaup.is til hádegis 5. júní. Skráning er hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 til kl. 18:00 þann dag. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening. Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdunum. Auk þess er fjöldi veglegra útdráttarverðlauna. 

Styrktaraðilar hlaupsins eru:

Sportís sem gefur Asics hlaupajakka

Optical Studio sem gefur  Ray Ban sólgleraugu

World Class sem gefur 3 gjafabréf í dekur og líkamsrækt

Regalo sem gefur Tigi hárvörur og Marocconoil vörur

Margt Smátt sem gefur hlaupavesti og töskur

Subway sem gefur 6 gjafabréf

Ginger sem gefur 10 gjafabréf

Leikhópurinn Lotta gefur 2 x gjafabréf á Hróa Hött (fyrir 4) og geisladiska

Sölufélag garðyrkjumanna sem gefur 6 gjafakörfur

Beiersdorf sem gefur 10 Eucerin gjafaöskjur

Hreysti sem gefur 3 armbeygju líkamsræktartæki

Salka bókaútgáfa gefur bókapakka

Nesdekk gefur 2 gjafabréf með 10.000 kr. inneign

Heilsuhlaup-samstarfsadilar (3).jpg