Fara í efni

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og fjórða sinn fimmtudaginn 4. júní nk.

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins.
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í tuttugasta og fjórða sinn fimmtudaginn 4. júní nk.

Hlaupið hefst kl. 19:00 við hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

Sjá hlaupaleið hér

 



Skráning er hafin á hlaup.is - 
smelltu hér til að skrá þig í hlaupið

Hægt er að velja um 3 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 kílómetra hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. 

Forskráning er á hlaup.is til kl. 14:00 4. júní. Skráning er hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 til kl. 18:00 þann dag. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri.

Gjaldið hækkar á miðnætti 2. júní úr 1.500 kr. í 2.500 og 500 kr. í 700 kr.

Allir keppendur fá Hleðslu prótein- og íþróttadrykk í boði MS þegar komið er í mark. Ennfremur verða bananar í boði fyrir þátttakendur að hlaupi loknu. Börn sem taka þátt fá ennisband frá Tryggingamiðstöðinni.

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdunum. Auk þess er fjöldi veglegra og glæsilegra útdráttarverðlauna frá fjölda fyrirtækja.

Hafir þú áhuga á hlaupum þá skaltu endilega kíkja inn á hlaup.is