Leiðbeiningar um heimaþjónustu ljósmæðra
Hjá Embætti landlæknis er komin út endurskoðuð útgáfa leiðbeininga um heimaþjónustu ljósmæðra.
Ljósmóðir með barn
Hjá Embætti landlæknis er komin út endurskoðuð útgáfa leiðbeininga um heimaþjónustu ljósmæðra. Höfundur þeirra er Hildur Sigurðardóttir, lektor við Háskóla Íslands og ljósmóðir, en leiðbeiningarnar komu fyrst út 2009. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni embættisins og Ljósmæðrafélags Íslands.
Hildur Sigurðardóttir endurskoðaði leiðbeiningarnar í febrúar 2014 og leitaði eftir áliti og samráði við Berglindi Hálfdánsdóttur ljósmóður, fulltrúa Ljósmæðrafélags Íslands, Þórð Þorkelsson barnalækni, yfirlækni nýburasviðs LSH, og fagráð ljósmæðra í heimþjónustu.
Sjá nánar:
Faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Endurskoðuð útgáfa 2014
Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir og verkefnisstjóri
Heimildir: landlaeknir.is