Heimtilbúið Kasjúhnetusmjör - sem allir geta búið til
Heimatilbúið kasjúhnetusmjör er meira svona “hvernig á ég að gera þetta” heldur en tilbúin uppskrift. Þar sem ég er að sjá þetta tiltekna kasjúhnetusmjör notað í ansi mörgum uppskriftum þá bara varð ég að deila þessu með ykkur.
Nota má t.d þetta smjör í stað hnetusmjörs í uppskriftum. Einnig er þetta frábært smjör til að nota fyrir þá sem eru vegan og er þá notað í stað rjómaosts og það er hægt að nota þetta í vegan ís.
Hráefnið:
2 bollar af kasjúhnetum
Leiðbeiningar:
Þetta er afar einfalt og ég er viss um að með myndunum sem fylgja hér á eftir að þá áttu eftir að geta gert þetta blindandi næst.
Þú getur notað blandarann þinn en mælt er með matarvinnsluvélinni, skálin er lægri og auðveldara er að græja kasjúhnetusmjör þannig.
Skelltu hnetunum í skál á matarvinnsluvélinni og láttu vinnast í um 10 sekúndur. Þær eiga að líta út eins og myndin fyrir neðan sýnir.
Láttu blandast í 20 sekúndur og þá sérðu hneturnar byrja að klessast saman. Skafðu af könntum á skálinni.
Blanda í aðrar 20 sekúndur og skafa aftur af könntunum á skálinni.
Láttu núna hrærast í um eina mínútu. Og núna áttu að sjá að hneturnar eru virkilega að verða klessulegar og farnar að líta út eins og smjör.
Láttu hrærast í auka 30 sekúndur og þá á þetta að vera tilbúið og líta út eins og kasjúhnetusmjör.
Og þannig var það nú, afar einfalt.
Núna áttu fallegt og heimatilbúið kasjúhnetusmjör.
Geyma má smjörið í góðu boxi með loki í allt að 2 vikur í ísskáp.
Fengið af síðunni veganinthefreezer.com