Fara í efni

Heimurinn hlustar á þá sem hlusta á hjarta sitt, hugleiðing Guðna á fimmtudegi

Hugleiðing á fimmtudegi~
Hugleiðing á fimmtudegi~

Heimurinn snýst um sam­skipti, orkuflutning, umbreytingu orku úr einu formi í annað í óendan­legum dansi.

Heimurinn vill samskipti og tjáningu – heimurinn hlustar á þá sem hlusta á hjarta sitt og veita því framgöngu; þá sem gefa hjarta sínu rödd á fullri tíðni. Hann hlustar á þá sem í heyrist.

Því að söngur hjartans skilyrðir heiminn, tjáir honum hvað við viljum. Þegar ég segi honum að ég sé asni sem ekkert skilur og flækjufótur sem klúðrar öllu sem ég tek mér fyrir hendur, þá mun heimurinn, í leit sinni að samhljómi við mig, senda mér fólk og aðstæður sem staðfesta þá heimsmynd.