Heitbinding við eigin tilvist - hugleiðing dagsins
Heitbinding við eigin tilvist og eigin persónu er ekki flóknari athöfn en að giftast annarri manneskju.
Í henni felast nákvæmlega sömu hugmyndir. Samt er okkar eigin heitbinding mikilvægari.
Heitbindingin er að skrifa undir á punktalínuna – að ganga að eiga sig, með kostum og göllum, í blíðu og stríðu.
Að heitbindast sjálfum sér.
Af hverju heitbindumst við annarri manneskju áður en við höfum mátt og heimild til að heitbindast sjálfum okkur?
Og einmitt þá rætist ævintýrið sem við höfum lesið um frá barnæsku – froskurinn losnar úr álögunum og breytist aftur í prins eða prinsessu.