Heitur eplabúðingur
Hver myndi ekki vilja heitan eplabúðing þegar kalt er í veðri?
Skella í einn svona næst þegar það er kalt úti
Góður og girnilegur réttur.
Hráefni:
30 g smjör
500 g epli
2 msk púðursykur
Safi úr hálfri sítrónu
½ tsk kanill
4 stk egg
250 ml mjólk
155 g hveiti
1 tsk vanilludropar
Hnífsoddur salt
500 g epli
2 msk púðursykur
Safi úr hálfri sítrónu
½ tsk kanill
4 stk egg
250 ml mjólk
155 g hveiti
1 tsk vanilludropar
Hnífsoddur salt
Leiðbeiningar:
Skrælið eplin og skerið niður í grófa bita.
Bræðið smjörið á pönnu og steikið eplin í ca. 5–7 mín. eða þar til þau fara að mýkjast.
Setjið þá sykurinn, sítrónusafann og kanilinn saman við, hrærið vel saman og takið af hitanum.
Smyrjið formið vel með miklu smjöri og dreifið því vel. Hellið svo eplunum yfir og dreifið úr þeim.
Setjið eggin, mjólkina, hveitið, vanilludropana og saltið í skál, pískið þetta vel saman Hellið vökvanum jafnt yfir eplin.
Setjið inn í 220°C heitan ofn og bakið í um 20–25 mín.
Sigtið flórsykur yfir, berið fram heitt með þeyttum rjóma eða ís.
Uppskrift fengin af vef hagkaup.is