Fara í efni

Hér eru nokkur góð ráð til að losna við flensuna

Nú er sá tími að fara í hönd að kvefpestir og influenza fara að ganga manna á millli og sýkja hvern á fætur öðrum. Hnerrar, stíflað nef og særindi í hálsi er það sem flokkast sem kvef, en flensu fylgir svo aftur vöðvaverkir, hiti og hrollur, hósti og höfuðverkur ásamt mikilli þreytu og slappleika. Kvef er ein af algengustu ástæðum þess að fólk leitar læknis yfir vetrarmánuðina, og fær hver einstaklingur kvef um 2-4 sinnum á vetri.
Króm.is gefur góð ráð við flensu
Króm.is gefur góð ráð við flensu

Nú er sá tími að fara í hönd að kvefpestir og influenza fara að ganga manna á millli og sýkja hvern á fætur öðrum. Hnerrar, stíflað nef og særindi í hálsi er það sem flokkast sem kvef, en flensu fylgir svo aftur vöðvaverkir, hiti og hrollur, hósti og höfuðverkur ásamt mikilli þreytu og slappleika. Kvef er ein af algengustu ástæðum þess að fólk leitar læknis yfir vetrarmánuðina, og fær hver einstaklingur kvef um 2-4 sinnum á vetri.

 

Hér eru nokkur góð ráð til að losna við flesnsuna

Engiferte ætti að drekka við hósta og kvefi á byrjunarstigi. Engifer er mjög hitagefandi, það setur hita í kroppinn að rífa niður ferska rót í súpur og grænmetisrétti. Einnig er ráð að rífa niður engiferrót í fótabað fyrir kalda fætur.

Hvítlaukur, styrkir ónæmiskerfið, er bakteríudrepandi og vinnur því gegn öllum sýkingum í líkamanum. Hægt er að fá hann í hylkjum og í fljótandi formi og gott er að nota hann ferskan í allar súpur og matargerð.

Grapefruit seeds extract (GSE) hefur verið kallað náttúrulegt sýklalyf. Það ræðst gegn bakteríusýkingum, sveppasýkingum og oft er jafnvel talað um að það ráði við sumar veirusýkingar sem pensilín gerir ekki.

Taka inn Ólífulaufsþykkni ásamt Grapesheed oil er mjög gott til að fyrirbyggja kvef, flensur og streptókokkasýkingu.  Þetta er sérlega gott til að styrkja ónæmiskerfið.

Vatnsgufa : Setjið sjóðandi vatn í skál og andið gufunni að ykkur. Hyljið höfuðið með handklæði. Gott er að setja 2-5 dropa af eucalyptus, piparmyntu eða lavender ilmkjarnaolíu út í. Fyrir ung börn er gott að láta heitt vatn renna inni á baðherbergi með lokaðri hurð og búa til nokkurs konar gufubað. Endurtakið 2 – 3 sinnum yfir daginn.

Kveðja 

KRÓM

Tengdar fréttir: