Herbert Svavar Arnarson tekin tali
Fullt nafn: Herbert Svavar Arnarson
Aldur: 43
Starf: Forstöðumaður hjá Lykli fjármögnun
Maki: Elín Björg Guðmundsdóttir
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ ?: Hrikalega erfiða íþróttakeppni þar sem maður þarf að synda fullt, hjóla langt og hlaupa endalaust.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum?: Mjólk, ávexti og Lýsi
Hvaða töfralausn trúir þú á? Trúi ekki á töfralausnir
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án?: Matar
Hver er þinn uppáhaldsmatur? Rétt elduð nautalund með tilheyrandi meðlæti
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ? Bæði en hvíti er bara betri
Hvað æfir þú oft í viku ?: Þegar ég æfi þá æfi ég 5-6 sinnum í viku og svo tek ég því miður pásur. Ætli að meðaltalið sé ekki nálægt 2-3 í viku.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ? Ég bara hef ekki hugmynd um það
Hvað er erfið æfing í þínum huga ? Undirbúningstímabilið hjá Kentucky Wesleyan College – það var svakalegt!
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ? Byrjum á þessu.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ? Er ég ekkert að fara að sofna?
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ? Lululemon fötin mín er mest kósí.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ? KFC