Hérna er matur sem hjálpar til við að ná húðinni fyrr brúnni
Langar þig að ná góðu “tani” á húðina fyrr en ella?
Hérna eru nokkrar matartegundir sem hjálpa húðinni að ná lit fyrr.
1. Sætar kartöflur
Þær eru pakkaðar af A-vítamíni. Þannig aðstoða þær húðina við að verða fyrr brún.
2. Gulrætur
Þær eru pakkaðar af carotene og eru einnig þekktar fyrir að geta gefið húðinni lit bara með því að borða þær. Þær eru einnig góðar fyrir æðakerfið og sjónina.
3. Egg
Þau hafa súperkrafta. Full af A-vítamíni, folate, B-vítamíni, selenium, kalki, D-vítamíni…og listinn er lengri. Allt þetta vítamín hjálpar húðinni að ná lit fyrr og svo auðvitað eru egg afar holl sem er stór plús.
4. Sítrónur
Þær innihalda mikið af A-vítamíni sem eykur melanin í líkamanum. Melanin er náttúrulegt efni sem að gefur húðinni litinn. Þú getur borðað þær, skellt þeim í salat, eða saman við vatn og verið dugleg að drekka sítrónuvatn á meðan á sólbaði stendur
5. Tómatsósa
Hún inniheldur andoxunarefni og lycopene ásamt beta carotene. Við erum ekki að segja þér að bera á þig tómatsósu en að borða hana daglega hjálpar húðinni að ná lit fyrr.
6. Kotasæla
Full af tyrosine og kalki, þá er kotasæla í flokki með súperfæði. Einnig stútfull af próteini, B12-vítamíni, kalki og A-vítamíni sem hjálpar húðinni að fá fallegan lit.
7. Mangó
Ekki aðeins er mangó dásamlegur ávöxtur heldur inniheldur hann einnig mikið af C-vítamíni, A-vítamíni og 25 mismunandi carotenoids. Þessi súperávöxtur mun gefa húðinni fallegan sumarlit.
Heimild: healthdigezt.com