Hin mikli ávinningur þess að drekka steinseljusafa
Vissir þú að steinseljusafi er rosalega hollur?
Steinselja er ein af þessum kryddjurtum sem þú finnur í öllum eldhúsum og því má þakka að hún er fáanleg í öllum matvöruverslunum.
Steinselja fer vel með flestum mat, allt frá góðu salati, pasta og í súpur.
En þú ættir að prufa steinseljusafa því áhrif hans á heilsuna eru þessi:
Gigt – Steinselja er rík af C-vítamíni og getur þannig aðstoðað líkamann við að draga úr bólgum.
Andremma – Ertu með króníska andremmu? Drekktu glas af steinseljusafa og skolaðu munninn upp úr honum. Steinselja inniheldur efni sem heitir chlorophyll og dregur það úr bakteríum í munni sem orsaka slæma andremmu.
Hjartasjúkdómar – Hefur þú áhyggjur af kólestróli? Steinselja er rík af C-vítamíni eins og áður kom fram og getur það hjálpað til við að æðar harni ekki, en það getur leitt til blóðtappa, hjartaáfalla og annarra hjartavandamála.
Blóðleysi – Við þurfum járn til að framleiða rauðu blóðkornin og C-vítamín er nauðsynlegt til að taka upp járn í líkamanum. Og enn og aftur, steinselja er AFAR rík af C-vítamíni. Drekktu glas eða tvö á dag og þú ættir að vera í góðum málum.
Sýkingar – Hefur þú áhyggjur af sýkingum í nýrum eða blöðru? Glas af steinseljusafa getur haft þau áhrif að draga úr sýkingum sem þessum. Steinselja hefur þau áhrif að þú þarft að pissa og þannig hreinsar þú sýkingu úr líkamanum og getur komið í veg fyrir að fá nýrnasteina.
Uppþemba – finnst þér líkaminn safna vatni? Ef svo er, þá er glas af steinseljusafa góð lausn og þá sérstaklega dagana fyrir blæðingar. Steinseljusafi hefur einnig góð áhrif á meltinguna.
Lélegt ónæmiskerfi – Hefur þú áhyggjur þegar flensutímabilið gengur í garð? Drekktu nokkur glös af steinseljusafa á hverjum degi og kýldu upp heilsuna. Steinseljusafi inniheldur meira af C-vítamíni en appelsínusafi.
Sjónin – Ertu að berjast við slæma sjón eða er sjóninni farið að hraka? Það má styrkja sjónina aðeins með því að drekka steinseljusafa daglega. Í steinseljusafa eru carotenoids sem breytast í A-vítamín í líkamanum og eins og allir eiga að vita að þá er A-vítamín afar mikilvægt næringarefni fyrir sjónina. Þeim mun meira af steinseljusafa þú drekkur, þeim betri er sjónin.
Lengi að jafna þig á meiðslum – í steinselju er histidine en það er amino sýra sem að líkaminn þarfnast til að gera við vefjaskemmdir. Ef þú hefur slasað þig skaltu ekki hikað við að skella í þig steinseljusafa daglega til að flýta fyrir að meiðsli jafni sig.
Svo núna er bara að fara að pressa steinselju í djúsaranum ykkar og fylla ykkur af C-vítamíni og öðrum mikilvægum næringarefnum.