Hinir eru við - hugleiðing á föstudegi frá Guðna lífsráðgjafa
Föstudagshugleiðing~
Uppljómaðar manneskjur eru komnar í við-ástandið þar sem þær nema umhverfi sitt og tilveru sem stöðugt kraftaverk; stöðugan samsöng og samhljóm allrar tilverunnar.
Þær skynja að allt er nákvæmlega eins og það á að vera; uppljómaðar manneskjur fara ekki í viðnám og hjörtu þeirra slá af öllum krafti og í fullri birtingu.
Við erum allt.
Allir eru allir hinir.
Hinir eru við.
Allir eru eitt og hið sama.
Þetta er það sem uppljómaðar manneskjur skynja og skilja.
Þetta er það sem allir geta öðlast.
Næringin í þessum augnablikum þakklætis er fullkomin – full af ríku ljósi.