Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land dagana 7. - 27. maí.
Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna” er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskaut/hjólabretti o.s.frv. Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og frá stoppistöð.
Keppnisgreinarnar eru 2:
1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga ( hlutfallslega m.v. heildarfjölda starsfmanna á vinnustaðnum.
2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra m.v. fjölda liðsmanna í liðinu.
Í vinnustaðakeppninni eru keppnisflokkarnir 8:
Vinnustaðir raðast upp í eftirfarandi flokka eftir heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum: 3-9 starfsm., 10-19 starfsm., 20-39 starfsm., 40 – 69 starfsm., 70-129 starfsm.,130-399 starfsm., 400-799 starfsm. og 800 o.fl starfsm.
Í kílómetrakeppninni er einungis keppt í einum flokki:
Lið geta valið um það hvort þau taka þátt í þessari keppni eða ekki. Ath. að lágmarksfjöldi í liði í þessari keppni er 3 og hámarksfjöldi eru 10 liðsmenn.
Ýmsir leikir og viðburðir verða í gangi næstu þrjár vikurnar. Enn er hægt að skrá vinnustaði, lið og liðsmenn til leiks.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.hjoladivinnuna.is og á síðu verkefnisins á Facebook.