Fara í efni

Hjúkrunarnemar á 3ja ári ætla til Kambódíu að vinna við hjálparstarf

Þær heita, Linda Rós Thorarensen fædd '79 og er 3ja barna móðir, Álfheiður Snæbjörnsdóttir fædd '79 og er 2ja barna móðir, Sonja Björk Helgadóttir fædd '89 og Sólrún Inga Halldórsdóttir fædd '89. Þær eru allar í krabbamerkinu sem er skemmtileg staðreynd.
Hér eru þær stöllur í bolunum flottu
Hér eru þær stöllur í bolunum flottu

Þær heita, Linda Rós Thorarensen fædd '79 og er 3ja barna móðir, Álfheiður Snæbjörnsdóttir fædd '79 og er 2ja barna móðir, Sonja Björk Helgadóttir fædd '89 og Sólrún Inga Halldórsdóttir fædd '89. Þær eru allar í krabbamerkinu sem er skemmtileg staðreynd.

Þær eru allar á 3ja ári í hjúkrunarnámi við Háskóla Íslands.

Síðasta haust þá ákváðu þær að fara og prufa hjáparstarf einhversstaðar í heiminum því það er orðin hefð hjá 3. árs nemum. Yfirleitt fer einhver hópur á hverju ári á mismunandi staði í heiminum. Til að byrja með voru þær 12 sem ætluðu að fara til Kambódíu núna í vor, en það datt eitthvað niður þar sem mikið var að gera í skólanum og erfitt að skipuleggja svona stóran hóp.

Það var svo núna rétt eftir áramótin að þær fóru loksins að ræða þetta aftur og kom í ljós að þær voru fjórar mjög staðfastar í að fara.

"Þessi dvöl er kannski ekki langur tími miðað við hjáparstarf en þetta verður líka heilmikill skóli fyrir okkur og gagnleg reynsla upp á framtíðina" sögðu þær stöllur.

Þær fara mjög líklega út þann 28.júlí og dvelja í 4 vikur.

"Við munum starfa í gegnum hjálparsamtök sem kallast The Green Lion en þessi samtök eru í samstarfi við Kilroy sem mun sjá um að skipuleggja ferðina fyrir okkur. Við munum dvelja saman hjá fjölskyldu sem tengist Green Lion og starfa á spítala í nágrenninu á dreifbýlum stað. Við munum fara okkar ferðir í og úr vinnu á reiðhjólum sem okkur verður úthlutað, en vinnu tíminn verður frá 8 til 16 á virkum dögum"

"Helgarnar munum við svo nota til þess að kynnast betur menningu, sögu og þjóð"

Fyrstu dagarnir hjá stelpunum fara í það að kynnast spítalanum og starfseminni þar en svo munu þær fá að taka að sér verkefni eftir því sem kunnátta þeirra á hjúkrunarsviði leyfir.

"Við erum byrjaðar í fjáröflun, en Linda fékk þessa frábæru hugmynd af bolunum og hefur gengið mjög vel að selja þá. Við munum svo taka að okkur vörutalningu í Krónunni, hugsanlega selja dót í Kolaportinu og fleiri sniðugar hugmyndir bíða framkvæmda. Við þurfum að leggja út fyrir öllum kostnaði sjálfar svo við megum ekki slaka of mikið á, þetta kostar sitt, en er tækifæri sem engin okkar vil missa af" sögðu þær að lokum.

Þær stöllur eru með Facebook síðu sem nálgast má HÉR og þar eru að finna þessa glæsilegu boli sem þær eru með í sölu. 

Bolina getið þið séð á myndinni af þeim og auðvitað á Facebook síðunni líka. Stykkið kostar aðeins 2.500 kr.

Endilega kíkið á síðuna þeirra og kaupið bol eða boli og styrkið afar gott málefni.

Hérna má sjá myndir af bolunum kambódíu bolir

Við hér á Heilsutorg.is sendum þeim góðar kveðjur og vonum að allt gangi að vonum úti í Kambódíu.