Holl ráð um of stór brjóst: Brjóstin breytast alla ævi!
Brjóst kvenna eru misjafnlega sköpuð. Þau breyta um lögun og stærð alla ævi.
Vera kann að þú finnir fyrir spennu og þrota í brjóstunum þegar líður að tíðablæðingum. Þessi tilfinnig líður hjá um leið og blæðingar hefjast.
Þegar þú verður barnshafandi og eftir fæðingu muntu einnig finna greinilega spennu í brjóstunum, og þau stækka þegar mjólkurkirtlarnir þroskast og mjólkurframleiðslan þróast.
Síðar á ævinni minnkar kirtlastarfsemin, og fita eykst. Af því leiðir að brjóst sumra kvenna stækka, en hjá öðrum vilja þau stundum minnka.
Konur og brjóst þeirra
Margar konur eru ósáttar við útlit og brjóstastærð. Það byggist að sjálfsögðu á því að menning okkar leggur þunga áherslu á hlutverk brjóstanna í kynþokka kvenna. Fjölmiðlar mata okkur stöðugt á fyrirmyndum sem teljast hafa óskaútlitið á hverjum tíma. Meðvitað eða ómeðvitað dreymir sumar konur eflaust um að brjóst þeirra falli að forskrift þessarra tilbúnu fyrirmynda.
Óþægindi af stórum brjóstum
Of stór og lafandi brjóst geta verið til ama. Jafnvel ungum konum, sem hvorki hafa orðið barnshafandi né fætt barn, getur fundist stærð brjósta sinna verulegt lýti. Brjóstahaldari af réttri stærð getur hjálpað en hann leysir ekki vandann þegar farið er úr fötunum, hvort sem það er á ströndinni á sumrin, í búningsklefanum, í sundi eða bara heima.
Við hin getum haft okkar skoðun, hrist höfuðið eða reynt að hughreysta viðkomandi. Það kemur samt að litlu gagni.
Brjóstin geta líka verið svo óbærilega stór og þung að þau valdi líkamlegum óþægindum. Hlírar brjóstahaldarans grafast niður í axlirnar, líkamsburður verður afbakaður og afleiðingin er verkir og vöðvabólga, bæði í brjóstkassa, öxlum og baki.
Smelltu HÉR og lestu þessa grein af vef sykur.is til enda.