Hollar kartöfluflögur – sætar kartöflur,dökkt súkkulaði og sjávar salt
Langar þig að bera fram öðruvísi eftirrétt eða snakk í veislu eða partý?
Langar þig að bera fram öðruvísi eftirrétt eða snakk í veislu eða partý?
Þú getur útbúið þessar flögur á nokkrum mínútum.
Þessi uppskrift er fyrir 4 til 6 en það má alltaf stækka hana.
Undirbúningur eru um 5 mínútur, eldunartími eru um 10 mínútur.
Hráefni:
Kókósolía til að steikja flögur
1 stór sæt kartafla – skorin í afar þunnar sneiðar
60 gr af dökku súkkulaði, 85 – 90 % og saxa það niður í jafnstóra bita
Sjávar salt
Leiðbeiningar:
- Taktu plötu eða eldfastmót og hyldu botninn með eldhúspappír. Hitaðu 2 cm af kókósolíunni þar til hún er farin að steikjast á pönnunni.
- Nú skaltu setja kartöfluflögurnar varlega ofan í kókósolíuna til að steikja þær í grunnri olíunni. Alls ekki setja of mikið af flögum á pönnuna í einu. Þessu þarf að snúa við einu sinni og svo taka af pönnu og setja ofan á eldhúspappírinn til að ná olíunni úr.
- Nú tekur þú ofnplötu og hylur með smjörpappír. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni (tekur c.a 30 sek.)
- Dýfðu núna flögum í súkkulaðið og settu svo á bökunarpappír. Stráðu sjávarsaltinu yfir. Skelltu þessu svo í ísskápinn þar til súkkulaðið er orðið hart.
Þetta á eftir að slá í gegn – njótið vel~