Fara í efni

Hollráð fyrir heilsu og líðan

Huga að mataræði og næringu, en forðast allar öfgar.
Huga að mataræði og næringu, en forðast öfgar
Huga að mataræði og næringu, en forðast öfgar

Hollráð fyrir heilsu og líðan

Hver er besta leiðin til að komast í kjörþyngd og halda þyngdinni innan eðlilegra marka?
Huga að mataræði og næringu, en forðast allar öfgar. Einnig að hreyfa sig daglega og þá þannig að þú finnir þig vel í þeirri hreyfingu sem þú velur þér. Hluti af hreyfingu er að vera aktífur í daglegu lífi. Nauðsynlegt er að huga að andlegri líðan þar sem andlegt heilbrigði er óaðskiljanlegur hluti af heilsu þinni.

Breyta öllu í einu?

Það er kannski auðveldara að segja það en gera, en þegar við viljum ná árangri en það spurning um að finna sinn takt í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Það að breyta og bæta lífsstílinn til framtíðar og líða vel með það, felst í stuttum og hnitmiðuðum skrefum.

Hverjar eru bestu leiðirnar til að grennast og halda kílóunum af til framtíðar?

Setja sér raunhæf markmið og uppfylla þau markvisst og tímasett. Skoða í kjölinn hvað þú ert að gera vel í dag og hvað þú mættir gera betur. Hrósa þér fyrir það sem þú ert að gera vel finna leiðir til að útfæra hitt til betri vegar, í smærri skrefum. Ekki gleypa við skyndilausnum oftast eru þær dæmdar til að mistakast. Ekki heldur einhverju sem heitir „kúr“ sér í lagi ef það heitir hreinsunarkúr eða detox.


Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur.

Teitur Guðmundsson, Læknir