Lífsstíllinn og jólamánuðirinn.
Góðan daginn.
Ég fæ svo oft frábærar spurningar...líka sem hrista vel upp í mér :)
"Tekurðu þér ekki frí í desember"
"Ætlarðu að vera í gyminu á jólunum hehehhe"
" Æææ leifir þú þér ekkert á aðventunni"
En ég er skuldbundin sjálfri mér :)
Ég tók þá ákvörðun sem ég ennþá stend við að standa með sjálfri mér og aldrei hætta :)
Þannig að færibandið rúllar áfram sama hvað.
Ég gef ekki tækifæri á að leifa því að hökta.
Þannig á desember er líka hreyfingarmánuður :)
Og ég kannski tek ekstra á því jafnvel .
Allavega toppaði mig í gær í styrkleika....og er þakklát fyrir að geta það .
Það er ekki sjálfgefið að geta stundað svona líkamsrækt.
Og það er ekki sjálfgefið að hafa þrautsegju á að borða hreint og hollt.
Við getum þetta öll.
En aldrei vil ég meina að þetta sé auðvelt :)
Að ætla byrja í janúar.
Iss taktu þér bara forskot og byrjaðu núna :)
Getur bara grætt á því .
Að breyta um lífsstíl er tæki sem maður nefnilega getur notað alltaf :)
Bara byrja....en muna þessu líkur aldrei :)
Það er stóri bónussinn :)
Ég er komin í gallann...jólastressið nær mér ekki lengur :)
Því það sem skiptir mig mestu máli í þessu lífi hér er ég sjálf.
Ef ég er ekki í toppstandi ...stend ég ekki í þessu öllu fyrir mig og mína <3
Svo aldrei setja sjálfa þig til hliðar !
Stattu með sjálfum þér <3
Njótið dagsins.