Fara í efni

Hrikalega gaman – saman í 1 ár

Heilsutorg er 1 árs í dag, 5. júní,
Heilsutorg.is er 1 árs í dag 5 júní 2014
Heilsutorg.is er 1 árs í dag 5 júní 2014

Heilsutorg er 1 árs í dag, 5. júní,

Það er sagt að tíminn líði hratt þegar það er gaman og það á sannarlega við þegar Heilsutorg er annars vegar. 

Segja má að fyrsta árið, sem oftast er það erfiðasta, hafi gengið vonum framar og þetta er búið að vera mun skemmtilegra en við þorðum að vona!

Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu væntingum en að jafnaði heimsækja um 8.200 aðilar okkur daglega og lesa efnið sem við leggjum okkur fram um að hafa nóg af á hverjum einasta degi. Met dagurinn okkar var þó tvöfalt fleiri en þá heimsóttu yfir 16.100 aðilar síðuna. Þetta þýðir að við erum að við erum að ná til breiðs hóps lesenda sem ekki eru allir að leita eftir því sama, það eru ekki allir fyrir vísindi og samanburðartölur, sumum finnst bara gaman að lesa um kynlíf út frá heilsufarslegu sjónarmiði svo dæmi sé tekið.

Heilsutorg er líka vinsælt á Facebook og nálgumst við töluna 10.000, jafnt og þétt einnig eru yfir 6.000 aðilar á póstlista hjá okkur. Við erum afar stolt af þessum tölum sem segja okkur svart á hvítu að við erum að gera góða hluti og vefurinn dafnar ört. Heilsutorgsleikurinn sem unnin var í samstarfi við mikið af flottum fyrirtækjum laðaði að sér yfir 4.700 manns sem svöruðu heilsutengdum spurningum.

Vefverslunin sem við opnuðum um miðan apríl hefur verið skemmtileg ögrun, þar bjóðum við upp á heilsutengdar vörur auk þess að bóka og selja inn á námskeið og viðburði sem tengist heilsu og lífsstíll. Styrktarhlaup líffæraþega sem haldið var 20. maí sl. var fyrsta hlaupið okkar og tókst vel til.

Nýjasta nýtt hjá okkur er að Heilsutorg er einnig komið á Instagram, #heilsutorg, það er skemmtileg viðbót við allt hitt og gefur síðunni enn meira líf og persónulegra yfirbragð.

Það sem við lögðum upp með í byrjun og vildum standa fyrir hefur nánast allt gengið eftir en að sjálfsögðu setjum við markið hátt og ætlum að gera en betur á næstu 12 mánuðum og horfum stöðugt fram á veginn með ný verkefni og ögranir til að mynda að efla Heilsuvísi Heilsutorgs og halda áfram að styrkja stöðu okkar á leitarvélum veraldarvefsins ásamt því að hafinn er vinna við gerð á Heilsutorg APPi sem verður spennandi viðbót við vefinn.

Við á Heilsutorg við viljum þakka þér lesandi góður því án þín værum við ekki til. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hafa sent okkur efni og þeim sem skrifa reglulega á vefinn en einnig ber að þakka þeim sem fjölda samstarfsaðila sem við höfum átt unnið með.

Með þökk og sólarkveðju

Starfsfólk Heilsutorg.is