Fara í efni

Hollustu hrökkbrauð.

Flott hrökkbrauð með hollustunni. Gott með avocado :)
Hrökkbrauð.
Hrökkbrauð.

Hrökkbrauð 

Það verður smá kósý í Heilsuborginni í fyrramálið.
Við ætlum að fá okkur nammi búðinginn, orkubita
og jú smá hollustu með, hrökkbrauð og túnfisksalat.

Mæli með þessu hrökkbrauði.

Innihald
3 dl. Rapunzel fræ blanda (gott að rista áður en notað)
2 dl. sesamfræ
4 dl. hörfræ
1 dl. graskersfræ
2 dl. sólblómafræ
2 dl. eggjahvítur (ég nota hvítur úr brúsa, 2 dl eru 6 eggjahvítur)
3 dl. sjóðandi vatn
1 tsk. gott fínt salt

Aðferð
Þessi uppskrift dugar á tvær bökunarplötur.
Öllu er hrært saman, gott að láta standa í 30-40 mínútur við stofuhita. 
Þá er deiginu skipt í tvennt og hellt ofan á ofnskúffu með smjörpapír undir.
Deigið á að vera blautt.
Leggið smjörpappír yfir deigið og fletjið það varlega út. 

Setja inní 120 gráðu heitan ofn, stilla á blástur og baka í 90 mínútur .... .fínt að hafa lengur svo verði alveg stökt.
Fer eftir ofni svo fylgjast vel með.